
ÞJÓNUSTAN
Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar trausta og faglega þjónustu sem byggir á þekkingu okkar og reynslu á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar. Þjónusta okkar felst meðal annars í lögfræðilegri ráðgjöf, gerð álitsgerða, minnisblaða, umsagna, samninga- og skjalagerð, sáttamiðlun, kærumálum fyrir úrskurðarnefndum og málflutningi fyrir dómi.
Thales lögfræðiþjónusta veitir alhliða lögfræðiþjónustu varðandi mannréttindi og stjórnarskrá, Evrópurétt og EES-rétt, stjórnsýslurétt, eigna- og auðlindarétt, fasteignarétt þ. á m. vegna gallamála, landmerkjamála, fjöleignarhúsamála, húsaleigumála og skipulags- og byggingarmála, samninga- og kröfurétt, skaðabætur og vátryggingar, erfðarétt, skipti á dánarbúum og þrotabúum, barnarétt og barnavernd.