top of page

Thales
lögfræðiþjónusta

Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar faglega og trausta þjónustu

sem byggir á áratuga þekkingu og reynslu. 

foss.jpg

Thales lögfræðiþjónusta

Þjónusta okkar felst í lögfræðilegri ráðgjöf, gerð álitsgerða, minnisblaða, samþykkta, umsagna, samninga- og skjalagerð, sáttamiðlun, kærumálum fyrir úrskurðarnefndum og málflutningi fyrir dómi.

 

davíð.jpg

dr. Davíð Þór Björgvinsson hrl.

Davíð Þór er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, BA próf í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands, LLM próf frá Duke University School of Law í Norður Karólínu í Bandaríkjunum og Doktorspróf frá Háskólanum í Strassborg í Frakklandi.

 

Davíð Þór hefur starfað sem fulltrúi borgaradómara, lögfræðingur við EFTA dómstólinn, fyrst í Genf í Sviss en síðar í Lúxemborg, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og dómari og varaforseti Landsréttar. Davíð Þór hefur gegnt stöðu prófessors við lagadeild HÍ, HR, HA og lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn. Davíð Þór hefur verið settur dómari við Hæstarétt og Endurupptökudóm, og auk þess setið i gerðadómum og fjölda nefnda um samningu lagafrumvarpa, úrskurðarnefndum o.fl. Davíð Þór var settur ríkissaksóknari við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmáls á árunum 2014-2018. 

 

Davíð Þór hefur skrifað fjölda bóka, ritrýndra fræðigreina og styttri greina um lögfræði og almenn málefni meðal annars í blöð- og tímarit sem og á vefsíðu sína Juris Prudentia og haldið fyrirlestra víða um heim.

Hér eru nánari upplýsingar um menntun og störf Davíðs Þórs Björgvinssonar 

​​Sérsvið: Evrópuréttur (EES-samningurinn), mannréttindi og stjórnarskrá, stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga, þ.m.t. talin starfsmannamál, eignaréttur, kröfu- og samningaréttur, félagaréttur og skaðabóta- og vátryggingaréttur.

Eigendur

Málaflokkar
Mannréttindi - Stjórnarskrá
Evrópuréttur og EES-réttur
Stjórnsýsluréttur
Eigna- og auðlindaréttur
Fasteignakauparéttur og gallamál
Fjöleignarhúsamál og húsaleigumál
Skipulags- og byggingarmál
Samninga- og kröfuréttur
Skaðabætur og vátryggingar
Erfðaréttur og dánarbússkipti
Gjaldþrotaskipti
Barnaréttur og barnavernd

 

Við vinnum markvisst að því að gæta hagsmuni viðskiptavina okkar og ná sem bestum árangri í hverju máli þar með talið með málarekstri fyrir dómi ef með þarf.

Gallamál

Ágreiningur um galla

Flest ágreiningsmál sem upp koma við fasteignakaup snúast um galla. Ágreiningur vegna galla getur þó einnig komið upp við aðrar aðstæður svo sem við byggingu, breytingar eða viðhaldsframkvæmdir á húsum.

 

Við sérhæfum okkur í gallamálum. Við aðstoðum þig við að meta stöðu þína, leiðbeinum þér um næstu skref og aðstoðum þig með málið til enda. Þjónustan byggir á áratuga þekkingu og reynslu í fasteigna- og gallamálum.

bottom of page